Nýr forstöðumaður rekstrar og innkaupa hjá HSN

Birkir Örn Stefánsson tók nýverið við starfi sem forstöðumaður rekstrar og innkaupa hjá HSN, en um er að ræða nýtt starf innan stofnunarinnar.

Birkir Örn Stefánsson.
Birkir Örn Stefánsson.

Birkir Örn Stefánsson tók nýverið við starfi sem forstöðumaður rekstrar og innkaupa hjá HSN, en um er að ræða nýtt starf innan stofnunarinnar.

Í tilkynningu segir að Birkir sé með BSc í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun frá HA, MLM í verkefnastjórnun frá Háskólanum á Bifröst auk þess að hafa klárað áfanga í mannauðsstjórnun.

Á árunum 2007-2019 starfaði Birkir sem sölu- og svæðisstjóri hjá 66N og frá 2019-2024 sem innkaupastjóri hjá Kjarnafæði Norðlenska (áður Norðlenska).

Birkir er fæddur og uppalinn á Svalbarðseyri en býr í dag á Akureyri ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744