Þá fara Mærudagarnir að bresta á en þeir verða haldnir, að öllu óbreyttu, um nk. helgi, 23 til 25. júlí.
Að sögn skipuleggjenda fór skipulagningin fór seinna af stað en venjulega vegna kórónufaraldsins en beðið var eftir ákvörðun yfirvalda með afléttingu fjöldatakmarkanna.
"Ég hef fundið fyrir gleði, þakklæti og spenningi frá fólki, að loksins sé hægt að hitta mann og annan og eiga gleðilega stund saman" segir Guðrún Huld sem stýrir Mærudögunum í ár.

Guðrún Huld stýrir Mærudögunum í ár.
"Að svona hátíð koma fjölmörg fyrirtæki, stór sem smá, sem leggja í púkkið svo hægt sé að halda bæjarhátíðina og þökkum við þeim kærlega fyrir stuðninginn fyrir hönd samfélagsins. Því án þeirra og þeirra framlaga væri þetta ekki hægt.
Það verður margt um að vera á Mærudögum sem verða haldnir helgina 23.-25. júlí eins og fyrr segir. Á föstudagskvöldinu verður sameinaðar tvær hefðir - Garðatónleikar og götugrill í litahverfunum þar sem íbúar er hvattir til að klæða sig í sínum lit, hittast og hafa gaman saman. Hin árlega skrúðganga úr hverfunum og litablöndunin verður ekki í ár sem og setningarathöfn.
Laugardagurinn 24. júlí er okkar aðaldagur en þá verður í boði Barnafjör á bryggjunni á laugardeginum sem einkennast af söng, dansi og sirkus.
Á laugardagskvöld verða Mærudagstónleikar þar sem Auddi Blö og Steindi jr. verða kynnar hátíðarinnar ásamt því að taka lögin sín inn á milli atriða. Svala Björgvins mætir í víkina fögru og leyfir okkur að njóta hennar fallegu raddar ásamt því að hinir ýmsu listamenn mæta og skemmta gestum hátíðarinnar.
Við ljúkum tónleikunum með því að sleppa skýjaluktum upp í himinninn sem er fallegt á að horfa með þátttöku gesta" segir Guðrún Huld.
Margir minni viðburðir verða víðsvegar um Húsavík frá fimmtudegin-um. Má þar nefna t.d. sundlaugarpartý, froðurennibraut, málverkasýning, fornbílasýningu, Tívolí og götubitastemmning á bryggjunni alla helgina.
Hægt er að sjá heildardagskrá Mærudaga á Facebook og instagram síðum hátíðarinnar, Mærudagar Húsavík.
Frímann kokkur verður með garðatónleika að Sólbrekku 7 fimmtudagskvöldið 22. júlí kl. 19:30