Lásu upp úr Fjandans fölsku tönnunum og ljóðabókinnni MörkAlmennt - - Lestrar 176
Sú hefð hefur skapast á kaffihúsinu Hérna að lesið er upp úr nýútkomnum bókum á Aðventunni.
Í dag komu Logi Óttarsson frá Garðsá í Eyjafjarðarsveit og Akureyringurinn Stefán Þór Sæmundsson og lásu upp úr verkum sínum.
Logi gaf nýverið út skáldsöguna Fjandans fölsku tennurnar sem fjallar um Fúsa gamla sem flyst í sveit. Hann elst upp við fátækt og þráir ekkert heitara en að verða ríkur. Sagan gerist líka í Þýskalandi og þýsk kona kemur til að vinna hjá honum. Það gengur mikið á í sögunni. Lögreglan kemur í tvígang og brýtur báðar útdyrnar og í annað skipti eyðilagði hún bæði þvottavél og sjónvarp.
Stefán Þór las ljóð úr bók sinni Mörk sem kom út í haust og er hans fjórða ljóðabók.
Hér má lesa viðtal við Stefán Þór sem birtist á akureyri.net
Logi Óttarsson og Stefán Þór Sæmundsson lásu upp úr bókum sýnum á kaffihúsinu Hérna í dag.