Ingibjörg Halldórsdóttir skipuð í embætti framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra hef­ur skipað Ingi­björgu Hall­dórs­dótt­ur í embætti fram­kvæmda­stjóra

Ingibjörg Halldórsdóttir. Lj. Stjórnarð.is
Ingibjörg Halldórsdóttir. Lj. Stjórnarð.is

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra hef­ur skipað Ingi­björgu Hall­dórs­dótt­ur í embætti fram­kvæmda­stjóra Vatna­jök­ulsþjóðgarðs frá 1. janú­ar nk.

Frá þessu greinir á vef Stjórn­ar­ráðsins en Ingi­björg hef­ur verið sett­ur fram­kvæmda­stjóri þjóðgarðsins frá 1. sept­em­ber.

Hún er með embætt­is­próf í lög­fræði frá Há­skóla Íslands og hlaut héraðsdóms­lög­manns­rétt­indi árið 2002. Þá er hún með MBA gráðu frá Há­skóla Íslands.

Áður starfaði hún sem lög­fræðing­ur þjóðgarðsins frá ár­inu 2021. 

Þá starfaði Ingi­björg á lögfræðistof­unni LAND lög­menn (2017-2021), var sviðsstjóri lög­fræðisviðs Mann­virkja­stofn­un­ar (2011-2017), lög­fræðing­ur hjá Há­skóla Íslands (2008-2011) og sem lög­fræðing­ur í um­hverf­is­ráðuneyt­inu (2001-2008) þar sem hún var staðgeng­ill skrif­stofu­stjóra á skrif­stofu laga og stjórn­sýslu.

Ingibjörg er gift Steinþóri Darra Þorsteinssyni og eiga þau þrjú börn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744