18. mar
Hyggst reisa þrjú fjögurra íbúða fjölbýlishús við HraunholtAlmennt - - Lestrar 629
Byggingarfyrirtækið HG17 ehf. hefur fengið lóðirnar að Hraunholti 11,13 og 15 til uppbyggingar þriggja fjögurra íbúða fjölbýlishúsa á tveimur hæðum.
Það er Ragnar Hjaltested byggingarmeistari sem stendur að fyrirtækinu en það byggði tvö parhús við Hraunholt sem afhent voru sl. sumar.
Að sögn Ragnars er stefnt á að hefja framkvæmdir við fyrsta fasa verkefnisins í apríl en húsin eru timburhús með steyptri milliplötu.
Íbúðirnar, sem verða seldar á almennum markaði, munu afhendast fullkláraðar að innan en húsin verða klædd að utan með valsaðri álklæðningu og gluggar eru úr áli og tré.