Guðlaugur Arason sýnir Álfabækur í SafnahúsinuAlmennt - - Lestrar 168
Myndverkasýning Guðlaugs Arasonar rithöfundar og myndlistarmanns var opnuð í gær í Safnahúsinu.
Sýningin er sett upp í sýningarsvæði á jarðhæð Safnahúsin og mun standa til 30. júní og vera opin á opnunartíma safnsins.
Guðlaugur Arason gaf út sína fyrstu skáldsögu, Vindur, vindur vinur minn, 25 ára gamall.
Síðan hefur hann skrifað skáldsögur, leikrit, ljóð og einnig bækur um Kaupmannahöfn. Verk hans hafa notið mikilla vinsælda og verið verðlaunuð. Hann hefur því verið þekktari sem rithöfundur en myndlistarmaður þótt hann hafi alal tíðu unnið að myndlist jöfnum höndum með skrifum.
Meðal bókmenntaverka hans má nefna Víkursamfélagið, Sóla, Sóla, Eldhúsmellur og Gamla góða Kaupmannahöfn.