Fjarskiptaöryggi vegfarenda á Norðausturlandi aukið

Háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytið, með milligöngu fjarskiptasjóðs, styrkti í haust lagningu á veiturafmagni og ljósleiðara að Hófaskarði á

Háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytið, með milligöngu fjarskiptasjóðs, styrkti í haust lagningu á veiturafmagni og ljósleiðara að Hófaskarði á Norðausturlandi.

Frá þessu segir á vef Stjórnarráðsins en farnetssamband á Norðausturvegi og Raufarhafnarvegi, sem tengja saman Kópasker, Raufarhöfn og Þórshöfn hefur verið ábótavant, ekki síst í Hófaskarði þar sem algengt er að bílar festist að vetrarlagi. 

Fyrrnefnd lagning á veiturafmagni í Hófaskarði, sem RARIK og Tengi framkvæmdu, var forsenda þess að Öryggisfjarskipti reisti fjarskiptaaðstöðu og Sýn sett upp 4G-sendi þar sem samnýttur er af öllum farnetsfyrirtækjunum.

Sendirinn var tekinn í notkun nýverið og við það batnaði 4G-samband á samtals 14 km vegkafla, þar af voru um 5 km með tæpu eða engu sambandi. Með þessu jókst fjarskiptaöryggi vegfarenda til muna á þessum mikilvægu samgönguæðum á Norðausturlandi.

Verkefnið, sem er liður í stefnu stjórnvalda um samfellt farnet á öllum stofnvegum, er eitt dæmi um gott samstarf opinberra og einkarekinna innviðafyrirtækja utan markaðssvæða, sem skilað hefur Íslandi í fremstu röð meðal þjóða í fjarskiptum.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744