Ályktun um samgöngumál frá aðalfundi Framsóknarfélags Þingeyinga

Aðalfundur Framsóknarfélags Þingeyinga var haldin n11. apríl sl. og samþykkti fundurinn að senda frá sér eftirfarandi ályktun um samgöngumál.

Aðalfundur Framsóknarfélags Þingeyinga var haldin n11. apríl sl. og samþykkti fundurinn að senda frá sér eftirfarandi ályktun um samgöngumál.

Vegagerðin undirbýr útboð á flugi til Húsavíkur í þrjá mánuði yfir vetrarmánuðina. Fundurinn skorar á innviðaráðherra og fjárveitingarvaldið að tryggja að útboðið feli í sér a.m.k. sex mánuði og miðist við styrkt flug frá októberbyrjun til marsloka.

Nýr vegur að Dettifossi, tenging Öxarfjarðar við þjóðveg eitt var fullgerður árið 2021. Vegurinn fellur undir G-reglu Vegagerðarinnar og skorar fundurinn á Vegagerðina að fallið verði frá þeirri reglu um þessa mikilvægu samgönguleið.

Í dag er heimilit að moka veginn tvisvar í viku að vori og hausti á meðan snjólétt er. Engin þjónusta er yfir veturinn. Þess er krafist að vegurinn falli undir sömu reglur og þjónustuflokk 2, líkt og þjóðvegur nr. 85 og hringvegurinn enda tengir vegurinn þessar leiðir saman.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744