Áki Hauksson oddviti M-Lisatasamfélagsins skrifar !Aðsent efni - - Lestrar 337
Við hjá M-Lista Samfélagsins viljum taka rekstur sveitarfélagsins föstum tökum, skilvirkari stjórnsýslu og nota þau tæki sem sveitarfélagið hefur til að lækka rekstrarkostnað.
Grunnur að góðu Norðurþingi er að fyrirtæki fái að dafna og vaxa. Gerum ekki eins og núvernadi meirihluti með lélegri stjórnsýslu að útiloka flest öll iðnfyrirtæki frá viðskiptum við sveitarfélagið með því að samþykkja í heild rammasamning ríkiskaupa.
Rammasamningurinn getur verið mjög góður til að lækka rekstarkostnað, rammasamningurinn er laus í september í haust og er gríðarlega mikilvægt að hann verði endurskoðaður og aðlagaður að hagsmunum og þörfum sveitarfélagsins.
Ef vel er haldið á málum er hægt að laða að hverskonar fyrirtæki, þau fyrirtæki sem vilja koma verða að finna að þau eru velkomin, samt sem áður verður hagur sveitarfélagsins að fara saman við hag fyrirtækisins, leita samninga sem báðir aðilar eru sáttir við. Við hjá M-Lista Samfélagsins viljum að landrými Norðurfjöru verði nýtt fyrir þau fyrirtæki sem vilja starfa á Bakka. Við fjölgun fyrirtækja fjölgar fólki, því verður grunnþjónustan að vera í lagi, góður leikskóli, grunnskóli og afþreying fyrir börn og unglinga.
Mjög mikilvægt er að gera langtíma viðhaldsáætlun fyrir byggingar og íþróttamannvirki í Norðurþingi, við hjá M-Lista Samfélagsins erum að horfa á 10 ára viðhaldsáætlun þar sem viðhaldsþörf verður forgangsraðað eftir ástandi eigna.
Við munum gera trúverðugar kostnaðar og tilboðsáætlanir þannig að þær fari ekki langt fram úr áætlunum og riðli þannig fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.
Við munum opna bókhald sveitarfélagsins svo það sé aðgengilegt íbúum.
M-Listinn hefur á að skipa öflugum einstalingum sem koma allstað af úr sveitarfélaginu, með mikla reynslu úr atvinnulífinu sem og hverskonar rekstri.
Við erum tilbúin fyrir þig, settu X við M
Áki Hauksson oddviti M-Lista samfélagsins fyrir fólk og fyrirtæki.