Æft fyrir jólatónleika TónasmiðjunnarAlmennt - - Lestrar 239
Forvarna - og fræðslustarf, ÞÚ skiptir máli hér í Norðurþingi fagnar um þessar mundir þriggja ára starfsafmæli sínu.
Þetta starf hefur náð góðum árangri og er í stöðugri sókn að sögn Elvars Bragasonar hjá Þú skiptir máli.
Eitt af þeirra stærstu verkefnunum er Tónasmiðjan, skapandi starf fyrir ungt fólk í Norðurþingi og nágrenni, sem vinnur um þessar mundir að uppsetningu á jólatónleikum.
Að sögn Elvars koma um 60 einstaklingar að tónleikunum.
"Þeir eru á öllum aldri, sú yngsta er 7 ára og sá elsti um 85 ára og koma þeir héðan úr samfélaginu og víðar. Söngvarar eru 16, þá er bakraddasveit, kór og hljómsveit, s.s stórt samfélagsverkefni sem tengir saman heilu kynslóðirnar í skapandi verkefni verkefni, hafa gaman saman". Segir Elvar.
Heiðursgestir tónleikanna að þessu sinni er Sólseturskórinn, kór eldri borgara hér á Húsavík og nágrenni undir stjórn Hólmfríðar Bendediktsdóttir, og hin landsþekkta söngkona Helga Möller sem allir þekkja.
Að sögn Elvars hefur æfingarferlið gengið vel og er að ná hápunkti um þessar mundir. "Við afar þakklát öllum þeim sem koma að þessu með okkur og hlökkum mikið til að fylla kirkjuna okkar þann 16. desember n.k.
Við viljum bjóða alla velkomna að njóta þessarar stundar með okkur sem verður sannkölluð tónlistarveisla með hátíðarbrag til styrktar Velferðarsjóði Þingeyinga". Sagði Elvar að lokum.
640.is kíkti á æfingu í Verðbúðina um helgina og hér sjá hluta af þeim frábæra hóp sem koma að tónleikunum.
Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.