,Þekktu rauðu ljósin - Soroptimistar hafna ofbeldi”

,Þekktu rauðu ljósin - Soroptimistar hafna ofbeldi” er slagorð íslenskra Soroptimista í 16 daga átakinu að þessu sinni.

,Þekktu rauðu ljósin - Soroptimistar hafna ofbeldi”
Fréttatilkynning - - Lestrar 104

,,Þekktu rauðu ljósin - Soroptimistar hafna ofbeldi” er slagorð íslenskra Soroptimista í 16 daga átakinu að þessu sinni.

Á takið er leitt af Sameinuðu þjóðunum og er alþjóðlegt, hefst 25. nóvember og lýkur 10. desember, sá dagur er tileinkaður alþjóðlegum mannréttindum og er jafnframt alþjóðadagur Soroptimista. Um allan heim sameinast hin ýmsu samtök í því að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi með ýmsum hætti en roðagylltur litur er einkenni átaksins, #roðagyllumheiminn, #orangetheworld, en hann á að tákna bjartari framtíð. 

Soroptimistar eru samtök kvenna vítt og breitt um veröldina og eitt af markmiðum þeirra er að vinna að bættri stöðu kvenna. Það gera samtökin á margvíslegan máta, bæði með beinni aðkomu að ákveðnum verkefnum sem og að vekja athygli á því sem þarfnast úrbóta í málefnum kvenna. Það samræmist vel markmiðum okkar Soroptimista að taka þátt í vitundarvakningu um nauðsyn þess að ,,þekkja rauðu ljósin og hafna kynbundnu ofbeldi“.

Af þessu tilefni efnir Soroptimistaklúbbur Húsavíkur og nágrennis til ljósagöngu  föstudaginn 25. nóvember kl 17. Gangan hefst við Húsavíkurkirkju og gengið verður upp í Skrúðgarð. Kakó og piparkökur verða í boði við Kvíabekk.

"Hvetjum við öll þau sem láta sig þetta málefni varða að mæta í ljósagönguna" segir í tilkynningu frá Soroptimistaklúbbi Húsavíkur og nágrennis .

Ljósmynd - Aðsend


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744