S gamli grni: Birkir Vagn marsson

Vlsungsleikskrin kom t dag sem ir a a er komi a linum "S gamli grni". A essu sinni er a Burpees heimsmetamaurinn Birkir Vagn sem

S gamli grni: Birkir Vagn marsson
rttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 998 - Athugasemdir ()

Birkir Vagn marsson
Birkir Vagn marsson

Völsungsleikskráin kom út í dag sem þýðir að það er komið að liðnum "Sá gamli græni".

Að þessu sinni er það Burpees heimsmetamaðurinn Birkir Vagn Ómarsson sem þótti mikið efni hér á árum áður en svo varð hann feitur og flutti suður. Hann sneri blaðinu við á nýjan leik og setti líkt og áður kom fram heimsmet í Burpees á dögunum. Hér er Birkir, gjörið svo vel!


Hvaða ár spilaðir þú fyrir Völsung ?

Ég spilaði með meistaraflokk Völsungs frá 1999 til 2005. Minn fyrsti leikur var gegn Fjölni á Húsavíkurvelli 1998. Þá voru grænir í 2.deild með hörku lið og Beggi Olgeirs að þjálfa. Ég fékk að koma inn á í síðasta leiknum. Ég man hvað mér fannst það spennandi.

Eftirminnilegasti leikur fyrir félagið ?
Held að það sé þegar við unnum Val í úrslitaleik íslandsmótsins innanhús í Laugardalshöll. Hemmi með einn vel smurðann á síðustu sek. En í svona venjulegum leik myndi ég segja Þór-Völsungur í lokaleik 1.deildar árið 2004. Vorum í fallhættu fyrir leikinn en með sigri enduðum við í 6.sæti sem var góður árangur. Ég man að ég skoraði og þegar ég fer að sofa en þann dag í dag, heyri ég Hafliða Jósteins fagna í stúkunni.

Bestu samherjar hjá Völsungi ?
Margir góðir leikmenn og margir góðir félagar. Maður gat oft treyst á Ómar Þorgeirs þegar maður nennti ekki að sinna varnarhlutverki á hægri kantinum. Svo var alltaf gott að vera með Pálma Rafni í liði. Gubbi var líka hrikalega góður í yngri flokkunum og við náðum vel saman. En ég held að besti leikmaður sem ég man eftir í Völsung sé Boban, hann var flottur.

Skemmtileg saga frá þessum tíma ?
Úff besta ritvæna sagan sem mér dettur í hug er mjög eftirminnileg en það var þegar Jónas "Legend" Hallgrímsson sendi Jóa Gunnars upp Húsavíkurfjall eftir að Jói gaf Selfyssingum Jöfnunarmark í 2.deildinni á Selfossi. Jói mætti á æfingu, daginn eftir leikinn, borgaralega klæddur og vildi að Jónas bæði hann afsökunnar á hegðun sinni eftir selfossleikinn. Þeir tveir töluðu svo saman og ég heyrði Jónas nú ekki biðjast afsökunnar en ég sá Jóa renna heim til sín, koma aftur upp á völl, í gallanum og hlaupaskóm og skokka sem leið lá upp fjallið Nicola fékk sömu refsingu en snéri við hjá hesthúsunum. Það var líka ótrúlegt atriði þegar Jónas Hallgríms lét okkur fara einn á einn við Goran "markmann" á fyrstu æfingunni hans. Kom í ljós þá að Goran hafði lítið verið í marki í gegnum tíðina. Endaði með að Jónas kraup á tjaldstæðinu með Goran í fanginu. Goran var alveg búinn á því. Eftir þessa æfingu sagði Jónas ,,hann er ágætis strákur, en hann hefur aldrei verið í marki áður". Það væri hægt að skrifa mjög góða bók um Jónas. Spurning að fara í það og ná jólabókaflóðinu. Það eru margar góðar sögur frá þessum tíma.

Hvað veistu um félagið í dag og starfsemi þess ?
Ég veit nú ekki mikið um starfsemina. Ég veit að það eru margir efnilegir strákar að spila í Völsung í dag eins og hefur verið í gegnum tíðina. Ég reyni að fara á alla leiki sem ég kemst á en hef ekki getað farið á leik á þessu tímabili. Er spenntur að sjá Ásgeir Sigurgeirs spila en hann er greinilega flottur. Svo er Haffi bróðir Hemma spennandi leikmaður. Mér lýst vel á þjálfarann sem er hjá liðinu núna og tel að Völsungur sé í góðum málum þetta árið og gætu komið verulega á óvart þegar stigin verða talin í haust.

Hvaða skoðun hefur þú á gervigrasvellinum sem nú er verið að rísa ?
Vá, svo löngu tímabær. Það er ekki hægt að bjóða upp á innanhúsbolta á undirbúningstímabilinu nema þá í áramótaboltann. Knattspyrnufólk á Húsavík á þennan gervigrasvöll skilið.

Hvernig sérðu framtíð félagsins fyrir þér ?
Framtíðin er góð. Fullt af leikmönnum sem gera góða hluti og koma frá Húsavík í dag og þannig á það alltaf eftir að vera. Þjálfun yngri flokka er mikilvæg og ég held að það sé mikilvægt að hlúa vel að börnum og unglingum sem stunda íþróttir á Húsavík. Knattspyrnan er svo hrikalega mikilvæg fyrir bæjarfélagið.

Lokaorð til Völsunga um heim allan ?
Já. Ef þið kunnið ekki Völsungslagið (Allir í gallana), lærið það þá.

1

Eldri greinar:
Sá gamli græni: Jónas Hallgrímsson (1.tbl)
Sá gamli græni: Sigmundur Hreiðarsson (2.tbl)
Sá gamli græni: Ásgeir Baldursson (3.tbl)


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr