FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

Aðalsteinn Árni heiðraður fyrir vel unninn störf í þágu verkafólks

Aðalsteinn Árni heiðraður fyrir vel unninn störf í þágu verkafólks

Á fjölmennum hátíðarhöldunum á Húsavík í dag í tilefni af 1. maí var Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar heiðraður sérstaklega fyrir vel unninn störf í þágu félagsmanna Framsýnar og samfélagsins alls en hann hefur verið mjög áberandi í umræðunni um verkalýðsmál í þrjá til fjóra áratugi. Var hann sæmdur gullmerki félagsins fyrir óeigingjörn störf í …
Fjölmenn hátíðarhöld á Húsavík

Fjölmenn hátíðarhöld á Húsavík

Nú kl. 14:00 hófust hátíðarhöld á Húsavík í tilefni af 1. maí. Mikið fjölmenni er samankomið á Fosshótel Húsavík þar sem hátíðarhöldin fara fram. Boðið er upp á magnaða dagskrá, tónlist, barátturæður og kaffihlaðborð. Hér má lesa hátíðarræðu formanns Framsýnar, Aðalsteins Árna, sem er ekki hefðbundin í ár þar sem hann fagnar 30 ára starfsafmæli. …
Staðan tekin

Staðan tekin

Formaður Framsýnar Aðalsteinn Árni Baldursson og forstjóri Samkaupa Gunnar Egill Sigurðsson hittust á óformlegum fundi á Akureyri í gær en þeir voru báðir staddir á fundi á vegum Samtaka atvinnulífsins í Hofi um nýgerða kjarasamninga og mikilvægi stöðuleika í efnahagslífinu. Samkaup hefur gefið það út að til standi að byggja upp öflugan verslunarkjarna á Húsavík. …
Lausar vikur í orlofshúsum í sumar

Lausar vikur í orlofshúsum í sumar

Úthlutun orlofshúsa fyrir sumarið 2024 er lokið en umsóknarfrestur var til 10. apríl. Nokkrar vikur eru lausar nú þegar úthlutuninni er lokið og eru þær hér með lausar til úthlutunar fyrir félagsmenn. Vikurnar sem eru lausar: Mörk, Grímsnesi 31/5-7/6 23/8-30/8 Svignaskarð 23/8-30/8 Bjarkarsel Flúðum7/6-14/6 14/6-21/6 21/6-28/6 26/7-2/8 16/8-23/8 5/7-12/7 16/8-23/8 Kjarnaskógur 31/5-7/6 7/6-14/6 9/8-16/8 Einarsstaðir …
Vegleg hátíðarhöld framundan

Vegleg hátíðarhöld framundan

Stéttarfélögin bjóða gestum og gangandi upp á metnaðarfulla dagskrá á Fosshótel Húsavík 1. maí. Hátíðarhöldin byrja kl.14:00. Boðið verður upp á kaffihlaðborð af bestu gerð frá hótelinu, hátíðarræðu, auk þess sem heimamenn í bland við góða gesti munu sjá um að skemmta gestum með mögnuðum tónlistaratriðum. Gaman saman.
Fundað með starfsmönnum Berjaya Mývatn hótel

Fundað með starfsmönnum Berjaya Mývatn hótel

Það er alltaf til mikillar fyrirmyndar þegar forsvarsmenn fyrirtækja óska eftir kynningum fyrir starfsmenn á kjarasamningum og reglum sem gilda á vinnumarkaði. Nýlega óskuðu forsvarsmenn hótelsins Berjaya Mývatn eftir kynningu frá Framsýn. Starfsmenn stéttarfélaganna brugðust við og heilsuðu upp á starfsmenn hótelsins fyrir helgina sem voru hressir og ánægðir með komandi vertíð en búist er …

Fréttabréf Framsýnar

Deila á