Kaupa 70 tonna bát frá GrindavíkAlmennt - - Lestrar 1192
Nýtt fyrirtæki hér í bæ, Eyrarhóll ehf., hefur keypt tæplega 70 brúttótonna bát frá Grindavík.
Báturinn heitir Sigurpáll og var smíðaður úr áli í Noregi 1987.
Að fyrirtækinu Eyrarhól standa hjónin Guðmundur A. Hólmgeirsson og Helga Jónína Stefándsóttir ásamt sonum sínum Stefáni og Árna og konu hans, Hjördísi Dalberg. Árni er framkvæmdarstjóri fyrirtækisins.
Til fróðleiks má geta þess að Eyrarhóll sá sem fyrirtækið er nefnt eftir er í landi Knarrareyrar á Flateyjardal þaðan sem Guðmundur er ættaður.
Að sögn Stefáns var gengið frá kaupunum í fyrrakvöld en báturinn er nú í slipp í Stykkishólmi og verður næstu vikurnar. Stefán á ekki von á honum til heimahafnar fyrr en í lok júnímánaðar en ætlunin er að gera hann út til rækjuveiða í Skjálfanda og einnig sé horft til úthafsrækjuveiða.
Slipptaka í Stykkishólmi í fyrrakvöld. Ljósmynd Stefán Guðmundsson.