Fjölmenni á útgáfutónleikum í SamkomuhúsinuAlmennt - - Lestrar 524
Það var fjölmenni sem sótti útgáfutónleika í Samkomuhúsinu síðdegis í dag.
Tilefnið var útkoma geisladisksins "Hjálparhöndin" með 12 lögum Elvars Bragasonar við texta Elvars, Jóhanns Kr. Gunnarssonar og Jónasar Friðriks Guðnasonar.
Flytjendur eru nemendur Tónsmiðjunnar auk góðra gesta.
Samtals komu ađ þessu verkefni 35 manns, sá elsti 75 ára og sú yngsta sjö ára.
Diskurinn Hjálparhöndin er gefin út til minningar um allt þađ góđa fólk sem hefur tekiđ líf sitt - látiđ lífið langt fyrir aldur fram.
Það eru forvarnasamtökin ÞÚ skiptir máli í Nordurþingi sem gefur út diskinn.
Hér að neðan má heyra titillagið, Hjálparhöndin, sem þær Dagný Diego Elvarsdóttir og Hólmfríður Bjartey Hjaltalín syngja en upptakan er frá uppklappsalgi í lok tónleikanna og þá voru allir með.