04. júl
Húsavíkurhöfðagöng - framvinda í viku 26Almennt - - Lestrar 1042
Framvindan í gangagreftri í Húsavíkurhöfðagöngum var þannig í síðustu viku að alls voru grafnir 80 metrar.
Lengd ganga er þá orðin 804 metrar sem er um 80 % af heildargraftrarlengd ganga í bergi.
Þetta er mestu afköst í gangagreftrinum til þessa, áður höfðu mest verið grafnir 71 m á einni viku.
Gangagröfturinn hefur gengið afar vel undanfarið og er þetta sjötta vikan í röð þar sem grafið er yfir 60 metra.
Meðfylgjandi yfirlitsmynd sýnir er með rauðri línu hve langt göngin eru komin.