Byggingarframkvæmdir hafnar í SuðurfjörunniAlmennt - - Lestrar 790
Byggingarframkvæmdir eru hafnar í Suðurfjörunni og er það Trésmiðjan Rein sem ríður á vaðið.
Að sögn Ragnars Hermanssonar hjá Rein er um að ræða stálgrindarhús að Fiskifjöru 1 sem klætt verður með yleiningum.
Húsinu verður skipt í fimm bil og eru þau öll frátekin.
“það er að ljóst að þörf virðist vera fyrir svona húsnæði í bænum því öll bilin eru frátekin og við hjá Trésmiðjunni Rein farin að huga að næstu byggingu.
Hún mun rísa á næstu lóð sunnan við, eða Fiskifjöru 3 og er þar einnig um að ræða stálgrindarhús sem verður skipt niður í bil.
Fiskifjara 3 er ennþá á hönnunarstigi og því ekki ljóst hversu stór bilin verða”. Segir Ragnar og bætir við að menn séu strax farnir að sýna áhuga með kaup í huga.
Framkvæmdir hafnar við Fiskifjöru 1.
Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í stærri upplausn.