Ađalsteinn Árni heiđrađur fyrir vel unninn störf í ţágu verkafólks

Á fjölmennum hátíđarhöldunum á Húsavík í dag í tilefni af 1. maí var Ađalsteinn Árni Baldursson formađur Framsýnar heiđrađur sérstaklega fyrir vel unninn

Mynd Framsýn.
Mynd Framsýn.

Á fjölmennum hátíđarhöldunum á Húsavík í dag í tilefni af 1. maí var Ađalsteinn Árni Baldursson formađur Framsýnar heiđrađur sérstaklega fyrir vel unninn störf í ţágu félagsmanna Framsýnar og samfélagsins alls en hann hefur veriđ mjög áberandi í umrćđunni um verkalýđsmál í ţrjá til fjóra áratugi.

Var hann sćmdur gullmerki félagsins fyrir óeigingjörn störf í ţágu félagsins. Hátíđargestir stóđu upp og klöppuđu fyrir honum vel og lengi.

Hér má lesa ávarp varaformanns félagsins:

Um ţessar mundir eru liđin 30 ár frá ţví ađ Ađalsteinn Árni Baldursson var kjörinn formađur Verkalýđsfélags Húsavíkur. Í tilefni ţeirra tímamóta ákvađ stjórn og trúnađarráđ Framsýnar ađ sćma hann gullmerki félagsins fyrir óeigingjörn störf í ţágu félagsins. Ţví bćtist Ađalsteinn Árni nú í hóp ţeirra sem ţegar hafa hlotiđ ćđstu viđurkenningu fyrir störf sín í ţágu félagsins, sem formenn eđa varaformenn. Frá árinu 1996 hafa fjórir einstaklingar hlotiđ ţessa viđurkenningu. Ţau eru Helgi Bjarnason, Kristján Ásgeirsson, Kristbjörg Sigurđardóttir og Ósk Helgadóttir. 

Ađalsteinn Árni var alinn upp á Rauđa torginu hér í bć, um og eftir miđja síđustu öld, međan enn voru ţeir tímar ađ allir komu öllum viđ og sterk samkennd ríkti í samfélaginu. Hann er verkalýđsleiđtogi af gamla skólanum, félagshyggjumađur sem lćtur sér fátt mannlegt óviđkomandi og hefur til ađ bera ríka réttlćtiskennd. Hann er bóngóđur og greiđvikinn, ávallt bođinn og búinn ađ rétta fram hjálpandi hönd og vill hvers manns vanda leysa. Sjálfur segir Ađalsteinn Árni ađ karlarnir í Ađgerđinni hafi mótađ sig. Árin ţar hafi veriđ honum mikilvćgur ţroskatími, en hann starfađi hjá Fiskiđjusamlagi Húsavíkur í rúman áratug áđur en hann hóf störf á Skrifstofu stéttarfélaganna. 

Fyrstu afskipti Ađalsteins Árna af verkalýđsmálum hófust áriđ 1981 er  áđurnefndir vinnufélagar kusu hann sem trúnađarmann sinn og kannski má segja ađ ţá hafi verkalýđsboltinn byrjađ ađ rúlla. Hann var kjörinn í  stjórn Verkalýđsfélags Húsavíkur áriđ 1986, kjörinn varaformađur félagsins áriđ 1991, en tók síđan viđ formannstaumunum áriđ 1994. Ţví starfi gegndi hann til ársins 2008, eđa ţar til félagiđ sameinađist Verslunarmannafélagi Húsavíkur, undir merkjum Framsýnar stéttarfélags. Áđur hafđi hann leitt sameiningu Verkalýđsfélags Raufarhafnar og Öxarfjarđar viđ Verkalýđsfélag Húsavíkur. Hann hefur haldiđ um stjórnartauma Framsýnar frá upphafi, auk ţess ađ gegna starfi forstöđumanns Skrifstofu stéttarfélaganna.

Félaginu hefur Ađalsteinn Árni stjórnađ af festu í góđu samráđi viđ samferđafólk  í stjórn og trúnađarráđi á hverjum tíma, međ öflugt starfsfólk skrifstofunnar sér viđ hliđ. Hann hefur setiđ í ótal nefndum, ráđum og stjórnum fyrir félagiđ og sinnt ađ auki margvíslegum trúnađarstörfum innan verkalýđshreyfingarinnar, bćđi hér heima og eins erlendis. 

Ađalsteinn Árni  er vel ađ ţví kominn ađ vera heiđrađur međ ţessum hćtti. Hann hefur notiđ mikillar virđingar fyrir störf sín í ţágu Framsýnar og ávallt veriđ reiđubúinn ađ vinna ţau verk  sem ţurft hefur ađ skila í ţágu félagsmanna á hverjum tíma. Hann er forkur til vinnu, duglegur og fylginn sér, kemur fram sem jafningi allra, en segir mönnum líka hiklaust til syndanna ef međ ţarf. En er ađ sama skapi einlćgur og góđur félagi og góđur vinur ef á reynir.   

Á ţeim 30 árum sem liđin eru frá ţví ađ Ađalsteinn Árni tók viđ formennsku í Verkalýđsfélagi Húsavíkur hefur viđfangsefnum íslenskrar verkalýđshreyfingar fjölgađ og allt starf stéttarfélaganna orđiđ faglegra í eđli sínu, jafnvel sérfrćđilegt í sumum tilvikum. Og ţau eru orđin ćriđ mörg verkefnin sem búfrćđingurinn Ađalsteinn Árni hefur fengiđ inn á sitt borđ, sum auđleyst, en önnur meira krefjandi og hafa jafnvel tekiđ á. Hann býr ţví yfir víđtćkri reynslu og ţekkingu og ţau verkefni sem hann hefur tekist á viđ í gegnum árin hafa reynst honum gott veganesti í starfi, sem er allt í senn vinnan hans, lífsstíll og hugsjón. 

Viđ minnumst í dag ađ liđin eru 60 ár frá ţví ađ Verkamannafélag Húsavíkur og Verkakvennafélagiđ Von gengu í eina sćng. Félögin tvö áttu ţađ sammerkt ađ hafa fleiri mál á stefnuskrám en eingöngu málefni tengd kaupi og kjörum félagsmanna, ţví ţar á bć beitti forsvarsfólk félaganna sér ekki síđur fyrir ýmsum umbótamálum sem vörđuđu hag alls almennings. Ţau gerđu sér grein fyrir ađ styrkleiki samfélagsins fćlist ekki síst í ţví fólki sem er annt um samfélagiđ sitt og hversu reiđubúiđ ţađ er ađ láta gott af sér leiđa. Fólk sem hefur slíkar hugsjónir til ađ bera er hverju samfélagi dýrmćtt.

Ađalsteinn Árni hefur stýrt félaginu í sömu átt og fyrirrennarar hans. Hann hefur látiđ til sín taka í opinberri umrćđu og veriđ óţreytandi viđ ađ berjast fyrir málefnum landsbyggđarinnar og beitt sér á margvíslegan hátt í hinum ýmsu samfélagsmálum. Ađ öđrum ólöstuđum er hann kjölfestan í félaginu okkar og til hans er leitađ úr samfélaginu öllu. 

Ađalsteinn Árni Baldursson. Hafđu innilegar ţakkir fyrir mikilvćgt og afar óeigingjarnt starf í ţágu félagsmanna Framsýnar og ţar međ samfélagsins alls. Ţú hefur unniđ ţitt starf af árvekni og ódrepandi eljusemi og vonandi fáum viđ sem allra lengst ađ njóta ţinna krafta. Takk fyrir allt. 

Ţess ber ađ geta ađ gullmerki Framsýnar er unniđ af Kristínu Petru Guđmundsdóttur gullsmiđ. Ţađ er gert eftir upprunalegu merki félagsins, sem hannađ var af grafískum hönnuđi, Bjarka Lúđvíkssyni, og tekiđ upp viđ sameiningu Verkalýđsfélags Húsavíkur og nágrennis og Verslunarmannafélags Húsavíkur undir nafninu Framsýn stéttarfélag áriđ 2008. 

Ósk Helgadóttir


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744