Völsungur sigrađi Ţrótt R í Mizunodeildinn

Völsungur tók á móti Ţrótti Reykjavík í gćr í Mizunodeild kvenna í blaki.

Völsungur sigrađi Ţrótt R í Mizunodeildinn
Íţróttir - - Lestrar 552

Ashley Boursiquot og Rut Gomez.
Ashley Boursiquot og Rut Gomez.

Völsungur tók á móti Ţrótti Reykjavík í gćr í Mizunodeild kvenna í blaki.

Á Blakfréttir.is segir ađ heimakonur hafi byrjađ leikinn betur og náđ forskoti í byrjun fyrstu hrinu sem ţćr létu ekki af hendi međ sterkum sóknarleik sem Ţróttarar réđu ekki viđ og unnu hrinuna 25-20.

Í annarri hrinu snérust leikar viđ ţegar Ţróttarar voru međ forskotiđ eftir ađ jafnt var í 4-4. Í stöđunni 18-15 fyrir Ţrótt fór uppspilari ţeirra Tinna Sif Arnarsdóttir meidd af velli. Ţađ gekk ekki áfallalaust fyrir sig fyrir Ţrótt og fékk Völsungur nćstu 5 stig međ góđum uppgjöfum frá Ţórunni Harđardóttur og komst í 20-18. Ţróttarar náđu ađeins ađ klóra í bakkann undir lokinn og jöfnuđu 23-23, en ţađ dugđi ekki til og Völsungur klárađi hrinuna 25-23 eftir tvćr sterkar blokkir frá Rut Gomez.

Ţriđja hrina spilađist líkt og sú fyrsta ţegar Völsungur náđi forystu í upphafi hrinunnar sem heimakonur héldu út í gegn og unnu hrinuna 25-19 og ţar međ leikinn 3-0.

Hin unga og efnilega Heiđdís Edda Lúđvíksdóttir, 13 ára, spilađi allan leikinn fyrir Völsung á kantinum og stóđ sig međ prýđi. Stigahćstar í liđi Völsungs voru Rut Gomez međ 21 stig og Ashley Boursiquot međ 14. Eldey Hrafnsdóttir var stigahćst Ţróttara međ 10 stig og Katrín Sara Reyes var međ 6.

Eftir leikinn er Völsungur í 3. sćti Mizuno deildarinnar međ 7 stig og Ţróttarar í 6. sćti án stiga.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744