Völsungur sigraði Þrótt Nes í forkeppninniÍþróttir - - Lestrar 379
Völsungur og Þróttur Neskaupstað mættust í forkeppni úrslitakeppninnar um Íslandsmeistaratitil kvenna á Húsavík í gærkveldi og fóru þær grænu með sigur af hólmi.
Völsungur var í 4. sæti deildarinnar en Þróttur Nes í því sjöunda. Þau mættust því í þessum fyrsta leik forkeppninnar þar sem að sigurvegarinn heldur í vonina um þátttöku í úrslitakeppninni.
Einungis einn leikur er spilaður í þessari umferð og því um hreinan úrslitaleik að ræða sem Völsungur vann 3-1. Lesa má nánar um leikinn á Blakfréttir.is
Völsungur tryggir sér þar með áframhaldandi þátttöku í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en Þróttur Nes hefur lokið keppni þetta tímabilið.
Völsungur mætir Þrótti Reykjavík, sem vann Álftaness í gærkveldi, í Íþróttahöllinni á Húsavík nk. fimmtudagskvöld.
Sigurvegari úr því einvígi mætir svo KA í undanúrslitum.