Völsungur fćr KR í heimsókn í Mjólkurbikarnum - Draumadráttur segir Jói Kr.Íţróttir - - Lestrar 575
Dregiđ var í 16-liđa úrslit Mjólkurbikars karla í höfuđ-stöđvum KSÍ í dag.
Völsungur var í pottinum auk 10 liđa úr Pepsi Maxdeildinni, fjórum liđum úr Inkassodeildinni Vestra sem leikur í 2. deild líkt og Völsungur.
Völsungur drógst gegn KR á heimavelli en ţađ var einmitt KR sem Völsungur mćtti síđast ţegar liđiđ komst í 16 liđa úrslit bikarsins. Ţađ var 1992 og heimaleikur líkt og nú.
KR sigrađi ţann leik 2-1 međ mörkum Steinars Ingimundarsonar. Mark Völsungs gerđi Hilmar Ţór Hákonarson.
"Ţetta er auđvitađ bara draumadráttur fyrir okkur hér. Ađ fá eitt allra sterkasta liđiđ hérlendis í heimsókn á Húsavíkurvöll. Ekki skemmir fyrir ađ gamlir félagar Pálmi Rafn og Aron Bjarki eru lykilmenn í KR. Ţađ verđur gaman ađ fá ţá í heimsókn og sjá um leiđ okkar stráka reyna sig viđ svona sterkt liđ. Nú er bara ađ hvetja alla íţróttaáhugamenn, Völsunga og velunnara nćr og fjćr ađ mćta á völlinn og búa til alvöru stemningu" sagđi Jóhann Kristinn Gunnarsson ţjálfari Völsungs í samtali viđ 640.is rétt eftir dráttinn.
Annars var drátturinn svona:
Víkingur R. - KA
Grindavík - Vestri
ÍBV - Fjölnir
FH - ÍA
Keflavík - Njarđvík
Ţróttur R. - Fylkir
Völsungur - KR
Breiđablik - HK
16-liđa úrslitin verđa leikin 29. og 30. maí en ekki er búiđ ađ leikjum á leikdaga.