Völsungur endurnýjar samninga við leikmenn

Þessa dagana er unnið að því að gera samninga við leikmenn meistaraflokks kvenna og karla í knattspyrnu hjá Völsungi.

Völsungur endurnýjar samninga við leikmenn
Íþróttir - - Lestrar 533

Þessa dagana er unnið að því að gera samninga við leikmenn meistaraflokks kvenna og karla í knattspyrnu hjá Völsungi.

Fjórir leikmenn bættust í hópinn hjá kvennaliðinu á dögunum þegar Arnhildur Ingvarsdóttir, Elfa Mjöll Jónsdóttir, Guðrún María Guðnadóttir og Krista Eik Harðardóttir skrifuðu undir tveggja ára samning við félagið.

Þær eru allar uppaldar á Húsavík og hafa spilað allan sinn feril með Völsungi og hér má lesa nánar um þær.

Þá hafa Guðmundur Óli Steingrímsson og Freyþór Hrafn Harðarsson framlengt samninga sína við meistaraflokk karla. Guðmundur skrifaði undir eins árs samning en Freyþór samdi til tveggja ára.

Hér má lesa nánar um þá.

Völsungur

Elfa Mjöll, Krista Eik, Guðrún María og Arnhildur.

Völsungur

Freyþór Hrafn og Guðmundur Óli.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744