Völsungar á Bocciamóti í VestmannaeyjumÍþróttir - - Lestrar 679
Íslandsmót ÍF í boccia einstaklingskeppni fór fram í Vestmannaeyjum dagana 5-7 október sl. og þar voru Völsungar meðal keppenda.
Umsjón hafði íþróttafélagið Ægir undir stjórn formanns félagsins Sylvíu Guðmundsdóttur.
Glæsileg mótssetning var á föstudagskvöld og það var mikið sjónarspil að sjá eldglæringar umkringja keppendur sem gengu inn í salinn, eftir að ljós höfðu verið slökkt.
Ávarp fluttu Þórður Á Hjaltested formaður IF og Heimir Hallgrímsson, fyrrv. landsliðsþjálfari, Jarl Sigurgeirsson, trúbador Eyjamanna hélt uppi stuði, sérstakt mótslag var kynnt og mikið var lagt í viðburðinn segir á heimasíðu Íþróttasambands fatlaðra.
Völsungur vann ekki til verðlauna að þessu sinni en keppendur voru 166.
Þorgeir Baldursson var á mótinu og sendi 640.is meðfylgjandi myndir.
Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í stærri upplausn.
Erla Rögnvaldsdóttir og Egill Olgeirsson þjálfari.
Anna María Bjarnadóttir.
Ólafur Karlsson.
Jóna Rún Skarphéðinsdóttir.
Rannveig og Þorgerður Björg Þórðardætur.
Kristbjörn Óskarsson.
Sverrir Sigurðsson.
Indriði Vignir Haraldsson og Erla Rögnvaldsdóttir.