Völsungar á Bocciamóti í Vestmannaeyjum

Íslandsmót ÍF í boccia einstaklingskeppni fór fram í Vestmannaeyjum dagana 5-7 október sl. og þar voru Völsungar meðal keppenda.

Völsungar á Bocciamóti í Vestmannaeyjum
Íþróttir - - Lestrar 679

Rannveig og Þorgerður Þórðardætur.
Rannveig og Þorgerður Þórðardætur.

Íslandsmót ÍF í boccia einstaklingskeppni fór fram í Vestmannaeyjum dagana 5-7 október sl. og þar voru Völsungar meðal keppenda.

Umsjón hafði íþróttafélagið Ægir undir stjórn formanns félagsins Sylvíu Guðmundsdóttur.

Glæsileg mótssetning var á föstudagskvöld og það var mikið sjónarspil að sjá eldglæringar umkringja keppendur sem gengu inn í salinn, eftir að ljós höfðu verið slökkt.

Ávarp fluttu Þórður Á Hjaltested formaður IF og Heimir Hallgrímsson, fyrrv. landsliðsþjálfari, Jarl Sigurgeirsson, trúbador Eyjamanna hélt uppi stuði, sérstakt mótslag var kynnt og mikið var lagt í viðburðinn segir á heimasíðu Íþróttasambands fatlaðra.

Völsungur vann ekki til verðlauna að þessu sinni en keppendur voru 166.

Þorgeir Baldursson var á mótinu og sendi 640.is meðfylgjandi myndir.

Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í stærri upplausn.

Bocciamót í Vestmannaeyjum

Erla Rögnvaldsdóttir og Egill Olgeirsson þjálfari.

Bocciamót í Vestmannaeyjum

Anna María Bjarnadóttir.

Bocciamót í Vestmannaeyjum

Ólafur Karlsson.

Bocciamót í Vestmannaeyjum

Jóna Rún Skarphéðinsdóttir.

Bocciamót í Vestmannaeyjum

Rannveig og Þorgerður Björg Þórðardætur.

Bocciamót í Vestmannaeyjum

Kristbjörn Óskarsson.

Bocciamót í Vestmannaeyjum

Sverrir Sigurðsson.

Bocciamót í Vestmannaeyjum

Indriði Vignir Haraldsson og Erla Rögnvaldsdóttir.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744