Umferð eykst á ný á milli ára

Gögn um umferð á völdum leiðum á Miðsvæði sem Gaumur vaktar voru uppfærð í vikunni.

Umferð eykst á ný á milli ára
Almennt - - Lestrar 136

Brúin yfir Köldukvísl en umferð jókst um Tjörnes.
Brúin yfir Köldukvísl en umferð jókst um Tjörnes.

Gögn um umferð á völdum leiðum á Miðsvæði sem Gaumur vaktar voru uppfærð í vikunni.

Fylgst hefur verið með umferð sex punktum frá upphafi en árið 2013 bættust tveir nýir punktar við, Dettifossvegur og Fljótsheiði. Nú í ár bætist við einn nýr punktur en það er eystri gangnamunni Vaðlaheiðarganga og eru birt gögn vegna áranna 2019-2021 fyrir þann punkt.

Frá því að vöktun Gaums hófst hefur umferð verið að aukast jafnt og þétt. Birtar eru upplýsingar um meðalfjölda bíla á dag jafnt yfir árið. Umferð ókst á öllum mælipunktum frá árinu 2012-2017, þá fór að draga saman á nokkrum mælipunktum en á milli áranna 2017 jókst umferðin aftur á sumum þeirra.

Umferðin jókst áfram á milli áranna 2018 og 2019 og það er jafnfram fyrsta árið þar sem Vaðlaheiðargöng eru opin. Við opnun þeirra færist stærstur hluti umferðar sem áður fór um Víkurskarð yfir í göngin. Fyrsta árið fór um 25% umferðarinnar á milli Eyjarfjarðarsvæðisins og Þingeyjarsvæðisins áfram yfir Víkurskarð en árin á eftir er það um 20% umferðarinnar sem fer áfram yfir Víkurskarð. 

Árið 2020 var umferð umtalsvert minni en árið 2019. Þar hafði heimsfaraldurinn vegna COVID-19 mest árhif. Á milli áranna eykst umferð á nýjan leik á öllum leiðum. Mest er aukningin á leiðinni um Dettifossveg, úr 89 bílum í 225 bíla eða 154%, þar næst Tjörnes, þar sem aukningin er úr 151 bíl í 370 bíla eða um 145%. Aukning umferðar um Vaðlaheiðargöng, er úr 1100 bílum í 1450 bíla eða um 32%. (gaumur.is)

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744