Tilveru Þingeyinga er ógnaðAðsent efni - - Lestrar 818
Félagsfundur, haldinn í Framsóknarfélagi Þingeyinga laugardaginn 2. október lýsir yfir undrun og hneykslun á þeirri árás sem gerð er á byggð í Þingeyjarsýslum. Í fjárlagafrumvarpi 2011 er gert ráð fyrir 3818 milljón króna niðurskurði í heilbrigðiskerfinu á landsvísu, 374 milljónir lenda á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga (HÞ), sem verður fyrir tæplega 40% niðurskurði.
Þar með verða íbúar á þjónustusvæði HÞ fyrir tífalt meiri niðurskurði í heilbrigðis-þjónustu en hinn almenni Íslendingur. Þessi niðurskurður er árás á mannlíf í Þingeyjarsýslum, veikir byggðina, skerðir tekjur, veltir kostnaði yfir á fjölskyldur, ýtir undir fólksflótta úr héraðinu, þekking tapast og grunnstoðir bresta.
Tilveru Þingeyinga er ógnað segir í ályktuninni.