runn Egilsdttir skist eftir kjri fyrir FramsknarflokkinnAsent efni - - Lestrar 677
Þórunn Egilsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú og oddviti Vopnafjarðarhrepps óskar eftir stuðningi í 4. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum.
,,Ég vil leggja mitt af mörkum til að við getum lifað í samfélagi þar sem manngildi er sett ofar auðgildi og að hver og einn hafi sama rétt til menntunar, þroska og grundvallarlífskjara óháð búsetu og efnahag. Norðausturkjördæmi býr yfir miklum mannauði og þar eru mörg tækifæri til atvinnuuppbyggingar. Þau tækifæri þarf að nýta til að styrkja grunnstoðir samfélaganna og auðga mannlíf. Standa þarf vörð um grunnþjónustu sem verulega hefur verið hoggið í undanfarið og byggja hana upp til framtíðar. Samskipti dreifbýlis og þéttbýlis þurfa að vera hreinskiptin og heiðarleg svo brúa megi það bil sem skapast hefur þar á milli. Þetta getum við gert með opinni umræðu sem byggir á gagnkvæmri virðingu og skilningi á mismunandi aðstæðum.“ (Fréttatilkynning)