Tap í roki og úrhellisrigningu

Völsungur tók á móti Huginn frá Seyðisfirði í 2. deild karla sl. föstudagskvöld.

Tap í roki og úrhellisrigningu
Íþróttir - - Lestrar 523

Völsungur tók á móti Huginn frá Seyðisfirði í 2. deild karla sl. föstudagskvöld.

Veður til knattspyrnuiðkunnar var ekki upp á það besta, rok og úrhellisrigning.

Gestirnir náðu forystunni eftir rúmlega 20 mínútna leik og þar var að verki Gonzalo Zamorano Leaon.

Þar við sat allt til á lokamínútum leiksins að fyrrnefndur Gonzalo Zamorano Leaon bætti við sínu öðru marki og lokastaðan 0-2 fyrir gestina.

Völsungur situr í 8. sæti 2. deildar með 10 stig en hér má sjá stöðuna.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744