Tap fyrir KA í Mizunodeildinni

KA og Völsungur mættust í Mizunodeild kvenna í gærkvldi en leikið var á Akureyri.

Tap fyrir KA í Mizunodeildinni
Íþróttir - - Lestrar 470

KA og Völsungur mættust í Mizunodeild kvenna í gærkvldi en leikið var á Akureyri.

Blakfréttir.is segir að KA hafiekki átt í teljandi vandræðum með Völsung en KA hafði betur í leiknum 3-0 (25-21, 25-21, 25-14).

Sterkar uppgjafir frá KA urðu til þess að Völsungur átti í vandræðum með sóknarleik sinn en KA skoraði alls 13 stig beint úr uppgjöf í leiknum.

Stigahæsti leikmaður KA, Helena Kristín Gunnarsdóttir átti flottan leik í dag en Helena skoraði alls 17 stig í leiknum. Stigahæst í liði Völsungs var Ashley Boursiquot með 14 stig.

KA er eftir leikinn með fullt hús stiga eða 12 stig eftir 4 leiki og tróna þær á toppi Mizunodeildar kvenna. Völsungur er í þriðja sæti með 7 stig eftir 5 leiki.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744