02. júl
Tap á SkaganumÍþróttir - - Lestrar 579
Völsungar lögðu land undir fót sl. laugardag þegar þeir sóttu Kára heim á Skipaskaga.
Heimamenn byrjuðu vel skoruðu úr vítaspyrnu á 2. mínútu leiksins.
Ekki var meira skorað í fyrri hálfleik en eftir að Kári hafði skorað tvö mörk með stuttu millibili snemma í síðari hálfleik minnkaði Bjarki Baldvinsson fyrirliði Völsunga muninn.
Heimamenn gulltryggðu sigurinn með marki í uppbótartíma en áður en flautað var til leiksloka hafði Völsungur kraflað í bakkann með marki Ásgeirs Kristjánssonar.
Liðin eru í toppbaráttu 2. deildar, Kári er í öðru sæti með stigi meira en Völsungur og fimm stigum á eftir toppliði Aftureldingar.