Styðjum Valgerði með því að fara að kjósa

Laugardaginn 26. janúar, gefst okkur Þingeyingum tækifæri á að koma okkar manneskju í vænlegt sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í norðaustur

Styðjum Valgerði með því að fara að kjósa
Aðsent efni - - Lestrar 860

Jón Helgi Björnsson.
Jón Helgi Björnsson.

Laugardaginn 26. janúar,  gefst okkur Þingeyingum tækifæri á  að koma okkar manneskju í  vænlegt sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í norðaustur kjördæmi í komandi alþingiskosningu.

Valgerður Gunnarsdóttir er að góðu kunn hér en hún bjó og starfaði á Húsavík í fjölmörg á. Sat m.a. í bæjarstjórn í 12 ár og starfaði við Framhaldsskólann á Húsavík frá stofnun hans eða í 12 ár, þar til hún var skipuð skólameistari Framhaldsskólans á Laugum árið 1999. Margir hefðu álitið að framtíð Framhaldsskólans á Laugum væri málum blandin á þeim tíma. En undir hennar forystu hefur staða skólans styrkst með nýjungum í kennsluháttum og uppbyggingu á staðnum.

Við hvetjum Þingeyinga til að taka þátt í prófkjörinu á laugardaginn og tryggja Valgerði örugga kosningu í annað sæti á listans. Við munum ekki ekki sækja pólitísk áhrif með því að sitja heima.

Kosið verður í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins laugardaginn 26. janúar í sal Framsýnar á Húsavík frá kl. 10.00 til 18.00. Til að geta kosið þarf að ganga í Sjálfstæðisflokkinn en það er hægt að gera á netinu www.xd.is. Á kosningardag er hægt að ganga í flokkinn um leið og kosið er með því að fylla út skráningarblað. Engar skuldbindingar fylgja því að ganga í flokkinn.

 

Virðingarfyllst Jón Helgi Björnsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Norðurþings


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744