Smári hrađskákmeistari Gođans í áttunda skiptiÍţróttir - - Lestrar 116
Smári Sigurđsson vann öruggan sigur á Hrađskákmóti Gođans 2023 sem fram fór á Húsavík í gćr.
Smári vann allar sínar skákir fyrir utan eina, sem lauk međ jafntefli. Smári fékk 10,5 vinninga af 11 mögulegum á mótinu !
Ađalsteinn Jóhann Friđriksson og Ingimar Ingimarsson komu heldur betur á óvart á mótinu. Ađalsteinn Jóhann landađi 9 vinningum á sínu fyrsta skákmóti hjá Gođanum. Sá árangur dugđi til silfurverđlauna. 8 vinningar Ingimars Ingimarssonar á mótinu, voru líka óvćntir og ţeir dugđu til bronsverđlauna. Ađalsteinn og Ingimar voru báđir stiglausir međ öllu fyrir mótiđ og skutu ţannig mörgum vönum skákmönnum Gođans, ref fyrir rass.
Tímamörk voru af gamla skólanum, 5 mín sléttar og tefld var einföld umferđ allir viđ alla. Viđar Njáll Hákonarson og Óskar Páll Davíđsson voru ađ taka ţátt í sínu fyrsta hrađskákmóti hjá Gođanum og náđu báđir ágćtum árangri. Fimm stiglausir skákmenn tóku ţátt í mótinu og lítur út fyrir ađ allir hafi ţeir unniđ sér inn sín fyrstu hrađskákstig, sem birt verđa 1. janúar 2024.