Skorar Alingi a samykkja frumvarp um fjrmgnun Valaheiarganga hi fyrsta

Atvinnurunarflag Eyjafjarar skorar Alingi slendinga a samykkja frumvarp fjrmlarherra um fjrmgnun Valaheiarganga hi fyrsta, en tilbo

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar skorar á Alþingi Íslendinga að samþykkja frumvarp fjármálaráðherra um fjármögnun Vaðlaheiðarganga hið fyrsta, en tilboð í gerð ganganna rennur út 14. júní nk. Tafir á verkefninu hafa þegar valdið umtalsverðum skaða.

Gerð ganganna er mikilvæg samgöngubót fyrir alla þá sem ferðast um Norðurland og mikið öryggisatriði, ekki síst vegna aðgengis að heilbrigðisþjónustu, sem verulega hefur verið skert í nærbyggðum Eyjafjarðar. Framkvæmdin mun þétta byggð frekar á Norðausturlandi með bættu umferðaröryggi og jafnframt hafa jákvæð áhrif á atvinnuuppbyggingu og atvinnustig svæðisins.

Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar þykir miður hvernig staðreyndir málsins hafa ekki átt greiðan aðgang að umræðunni um þetta mikla hagsmunamál. Minnt er á að um er að ræða flýtiframkvæmd. Misskilningur er uppi um áhættu ríkissjóðs af verkefninu.  Áréttað er að ríkissjóður ábyrgist fjármögnun framkvæmdanna. Lánin verða greidd af veggjöldum en ekki úr ríkissjóði. Framkvæmdin tekur ekki fé frá öðrum brýnum verkefnum og þeir fjármunir sem ætlaðir eru í gerð ganganna skerða ekki möguleika annarra samgönguverkefna. Vert er að benda á að beinar og óbeinar tekjur ríkissjóðs á framkvæmdatímanum geta orðið verulegar. Þá fjármuni má nota í önnur brýn verkefni í þágu samfélagsins.

Þrjár mismunandi álitsgerðir hafa talið framkvæmdina arðsama, en greinir á um uppgreiðslutíma hennar, en aðeins ein álitsgerð metur framkvæmdina óarðbæra, en forsendur þeirrar álitsgerðar  eru mjög umdeildar. Áætlaður líftími ganganna er á bilinu 80-100 ár.  Breytir þá engu í þessu samhengi hvort þau verða greidd upp með veggjöldum á 25 eða 35 árum.

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar hvetur þingmenn til að samþykkja heimild til að fjármagna framkvæmdina en bregða ekki fæti fyrir þessa brýnu framkvæmd sem mun hafa í för með sér jákvæða innspýtingu í atvinnulíf þjóðarinnar án þess að skerða getu ríkissjóðs til annarra verkefna. (Fréttatilkynning)

 

  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744