Skíði, skíði, skíði

Fjallið opnar á morgun þriðjudaginn 6.desember kl.14:00.

Skíði, skíði, skíði
Aðsent efni - - Lestrar 668

Skíðað í Skálamelnum. Úr safni 640.is
Skíðað í Skálamelnum. Úr safni 640.is

Fjallið opnar á morgun þriðjudaginn 6.desember kl.14:00.

Ábending varðandi öryggisbúnað:

Borið hefur á því að iðkendur séu ekki með æskilegan lágmarks öryggisbúnað í brekkunni við skíðaiðkun.

Bent er á að forráðamenn barna bera ábyrgð á því að viðeigandi hlífðarbúnaður sé notaður enda eru börnin á ábyrgð forráðamanna á skíðasvæðinu.

 Einungis eru til nokkrir skíðahjálmar til útláns í þjónustuhúsinu við Skálamel og ljóst að sá fjöldi annar ekki þeirri eftirspurn sem stundum skapast þegar mikið er umleikis við fjallið.

 Nauðsynlegt er að forráðamenn sjái til þess að þeirra barn sé með þann hlífðarbúnað sem getur komið í veg fyrir alvarlegri slys. Dæmin hafa sýnt fram á mikilvægi þess að góður öryggishjálmur sé notaður við skíða- og brettaiðkan.

 Starfsmaður skíðasvæðisins hefur fulla heimild til að vísa iðkanda úr brekkunni ef viðkomandi sýnir af sér óviðeigandi hegðun og/eða er illa útbúinn.

 Góða skemmtun!

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi Norðurþings.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744