Sjlfstismenn Noruringi harma afr rkisvaldsins

Sjlfstisflgin Noruringi harma afr rkisvaldsins a heilbrigisjnustu og ar me bsetu allri ingeyjarsslu. Me fyrirhuguum niurskuri

Sjlfstismenn Noruringi harma afr rkisvaldsins
Asent efni - - Lestrar 605

Sjálfstæðisfélögin í Norðurþingi harma aðför ríkisvaldsins að heilbrigðisþjónustu og þar með búsetu í allri Þingeyjarsýslu. Með fyrirhuguðum niðurskurði í fjárveitingu til Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga hefur ríkisvaldið varpað sprengju á grunnstoðir samfélagsins. Auk þess að skerða aðgang íbúa að góðri heilbrigðisþjónustu hjá stofnun sem hefur alla tíð verið til fyrirmyndar á sínu sviði, er lífi og öryggiíbúa á svæðinu ógnað. 

Hátt í 70 starfsmenn munu missa vinnuna verði niðurskurðurinn að veruleika. Það jafngildir áhrifum þeim sem lokun Landspítalans hefði á höfuðborgarsvæðið, eða uppsögnum um 3.900 manns. Við teljum fyrirhugaðan niðurskurð ólýðandi aðför að Þingeysku samfélagi og skorum á þingmenn og ráðherra að standa vörð um Heilbrigðisstofnun Þingeyinga þannig að hún megi áfram verða ein af máttarstoðum samfélagsins.

 

 

 


  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744