Sigurborg Ósk opnar myndlistarsýningu á Hérna í dag

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir opnar myndlistarsýningu í Galleri 44 á kaffihúsinu Hérna í dag kl. 17.

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir.
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir.
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir opnar myndlistarsýningu í Galleri 44 á kaffihúsinu Hérna í dag kl. 17.
 
Sýningin ber heitið "Styrkur ófæddra barna" og eru myndirnar unnar með blandaðri tækni, vatnsmálun, trélitum og pennum.
 
Myndirnar, sem eru innblásnar af litríkum ævintýraheimi, eru seldar með ramma á 14.900.- kr.
 
Ljósmynd - Aðsend
 
Á sýningunni er einnig eitt stórt akrýlmálverk, málað á hörstriga. Verkið er ekki innrammað og verður selt hæstbjóðanda.
 
Sýningin er hluti af söfnun fyrir tækjabúnað fyrir Mæðraverndina á Húsavík. Þar skortir tilfinnanlega sérstakan ungbarna-heyrnamæli en hann er notaður til að mæla heyrn hjá nýfæddum börnum og er yfirleitt hluti af fyrstu skoðun. Eins og staðan er núna þurfa foreldrar að sækja þessa þjónustu til Akureyrar.
 
Allur ágóði af sölu sýningarinnar rennur óskertur til söfnunarinnar.
Einnig er hægt að leggja söfnuninni lið með frjálsum framlögum inná söfnunarreikning.
Reikn. 0123 - 15 - 072197
Kt. 241184 - 3319
 
 

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744