Sæþór Olgeirsson í Völsung

Framherjinn knái, Sæþór Olgeirsson, hefur skrifað undir samning við Völsung til tveggja ára.

Sæþór Olgeirsson í Völsung
Íþróttir - - Lestrar 380

Sæþór skrifaði undir í gærkveldi.
Sæþór skrifaði undir í gærkveldi.

Framherjinn knái, Sæþór Olgeirsson, hefur skrifað undir samning við Völsung til tveggja ára. 

Sæþór er 21 árs gamall uppalinn Völsungur sem kemur til baka frá KA. 

Þrátt fyrir ungan aldur á Sæþór að baki 88 meistaraflokksleiki með Völsungi þar sem hann hefur skorað 36 mörk, ásamt 13 leikjum fyrir KA. 

,,Við höfum saknað leikmanns eins og Sæþórs og hreinlega bara saknað hans, þessi tvö ár sem hann hefur verið í burtu. Hann er gríðarlegur fengur fyrir liðið og félagið og ég tel það ákaflega mikilvægt að okkur hafi tekist að fá hann heim. Sæþór styrkir okkur mikið fyrir baráttuna í 2.deildinni næsta sumar,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Völsungs, eftir að Sæþór skrifaði undir samninginn. 

"Völsungur fagnar því gríðarlega að fá jafn frambærilegan leikmann aftur heim til félagsins til að berjast með liðinu í 2.deild næsta sumar. Við bjóðum Sæþór hjartanlega velkominn" segir í fréttatilkynningu frá félaginu.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Björgvin Sigurðsson, knattspyrnuráðsmaður, og Sæþór takast í hendur að lokinni undirskrift í gærkveldi.

Með því að smella á myndina má skoða hana í hærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744