Rósa Emilía er handhafi menningarverđlauna Ţingeyjarsveitar 2023Almennt - - Lestrar 165
Ţjóđhátíđardagur Íslendinga 17. júní var haldinn hátíđlegur í Skjólbrekku í Ţingeyjarsveit. Kvenfélag Mývatnssveitar stóđ fyrir samkomunni međ ađkomu Ungmennafélagsins Eflingar.
Á hátíđinni voru veitt í fyrsta sinn Menningarverđlaun Ţingeyjarsveitar en slík viđurkenning var veitt um nokkurra ára skeiđ í Skútustađahreppi.
Ţetta kemur fram á vefsíđu Ţingeyjarsveitar en umsjón međ Menningarverđlaunum Ţingeyjarsveitar er á höndum íţrótta-, tómstunda- og menningarnefndar sem auglýsti eftir tilnefningum. Hćgt var ađ tilnefna einstakling, hóp eđa félagasamtök og rétt til ađ tilnefna hafa félagasamtök og íbúar Ţingeyjarsveitar.
Viđ val á verđlaunahafa er m.a. horft til framlags viđkomandi til menningarstarfs í Ţingeyjarsveit. Auk viđurkenningar hlýtur verđlaunahafi peningaverđlaun frá sveitarfélaginu samkvćmt fjárhagsáćtlun hvers árs.
Niđurstađa íţrótta-, tómstunda og menningarnefndar var ađ Menningverđlaun Ţingeyjarsveitar 2023 hlyti Rósa Emelía Sigurjónsdóttir.
Rósa hefur undanfarin áratug haldiđ úti Facebook-síđu ţar sem hún birtir 100 ára gamlar dagbókarfćrslur frćnku sinnar, Guđnýjar Helgu Sigurjónsdóttur saumakonu frá Miđhvammi í Ađaldal. Dagbókarfćrslurnar eru ómetanleg heimild um daglegt líf einstćđrar verkakonu í Suđur-Ţingeyjarsýslu á fyrri hluta síđustu aldar. Helga eins og hún var alltaf kölluđ hélt dagbćkur frá árinu 1916-1938. Hún hafđi lífsviđurvćri sitt af saumaskap og sinnti ţess á milli almennri verkamannavinnu. Međ ţeirri ákvörđun ađ opna, í gegnum Facebook, ađgengi ađ dagbókum Helgu frćnku sinnar hefur Rósa Emelía opnađ glugga inn í löngu liđinn heim sem veitir einstaka sýn á veröld sem var.
Auk Rósu Emelíu hlutu eftirtaldir ađilar tilnefningu til Menningarverđlauna Ţingeyjarsveitar.
Karlakórinn Hreimur var tilnefndur fyrir ađ hafa veriđ hornsteinn í menningarlífi sveitarfélaganna í Ţingeyjarsýslum síđan áriđ 1975. Kórinn vann međal annars til silfurverđlauna á kóramóti í Póllandi nú á vordögum.
Ragnar Ţorsteinsson bóndi í Sýrnesi. Ragnar var einn af stofnendum leikfélagsins Búkollu, en hann ritstýrđi einnig Búkollubókunum svokölluđu (Byggđir og bú Suđur – Ţingeyinga). Ragnar hefur undanfarin ár gefiđ út lambadagatöl sem notiđ hafa mikilla vinsćlda.
Freydís Anna Arngrímsdóttir (Systa) hefur veriđ formađur leikdeildar Umf. Eflingar í mörg ár og stađiđ fyrir reglulegum leiksýningum í Breiđumýri. Ásamt ţví ađ gegna formannsembćttinu er Systa einnig öflugur leikari og hefur leikiđ í flestum ef ekki öllum sýningum frá ţví leikdeildin var endurvakin kringum 1990.
Hermann Róbert Herbertsson hlaut tilnefningu fyrir ađ hafa lyft Grettistaki í varđveislu örnefna í sveitarfélaginu sérstaklega í suđurdölum Fnjóskadals og víđar s.s. í Ljósavatnsskarđi. Söfnunina hefur hann unniđ í samstarfi viđ Emil Björnsson. Fram kemur ađ afrek hans stuđli ađ ţví ađ örnefnin séu stađsett og skráđ inn á Örnefnavef Landmćlinga Íslands.
Ásdís Erla Jóhannesdóttir og Yngvi Ragnar Kristjánsson ( Ásdís og Raggi í Selinu ) fá tilnefningu fyrir sitt góđa starf í ţágu sveitarinnar, eđa eins og segir í tilnefningunni: „ Ţau eru ađ gera ótal marga flotta hluti sem geta vel flokkast undir menningarviđburđi. Međ bruggi sínu auka ţau viđ bjórmenningu, ţau bjóđa eldri borgurum í partí, hafa prjónakvöld, gönguskíđaviđburđi/gönguskíđaspor, jóga, taka ţátt í vetrarhátíđinni međ foreldrafélaginu, standa fyrir fjölskyldu jólahlađborđi og taco dinner svo lítiđ eitt sé nefnt.“
Á međfylgjandi mynd sem fengin er af heimasíđu Ţingeyjarsveitar er Ragnheiđur Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri í Ţingeyjarsveit međ Menningarverđlaunahafanum Rósu Emelíu Sigurjónsdóttur.