Orkugangan - lengsta skíðaganga landsinsAðsent efni - - Lestrar 651
Buch-Orkugangan er 60 km skíðaganga sem haldin verður laugardaginn 14. apríl nk. kl. 10:00.
Hefst gangan við Kröfluvirkjun í Mývatnssveit og lýkur henni í nágrenni Húsavíkur.
Er þetta lengsta skíðagangan hér á landi og gefur hún stig til Íslandsgöngunnar.
Orkugangan er haldin sameiginlega af Húsvíkingum og Mývetningum og hefur verið haldin árlega síðan árið 2007.
Gengið verður að mestu um ósnortið land, þar sem sjá má margar náttúruperlur sem og svæði sem jarðskjálftar og eldsumbrot hafa mótað og má víða enn sjá merki um þá orku sem býr í þessu svæði.
Leiðin er troðin fyrir þátttakendur og lagt verður spor alla leið.
Lítið er um erfiðar brekkur og er lækkunin á leiðinni einungis um 200 metrar.
Það er álit margra að fallegri leið sé vandfundin.
Drykkjarstöðvar verða á 10 km. fresti.
Sama dag verða 20, 10, 5 og 1 km. gengnir á Reykjaheiði, í nágrenni
Húsavíkur og hefjast allar göngurnar kl. 12.
Troðin verður braut fyrir keppendur. Þátttökuverðlaun fyrir alla sem klára.
Sameiginleg verðlaunaafhending og kaffihlaðborð verður svo á Fosshótel
Húsavík eftir gönguna.
Allar nánari upplýsingar og rafræna skráningu er að finna á nýrri vefsíðu
Orkugöngunnar á slóðinni www.orkugangan.is eða í netfang
Upplýsingar eru einnig veittar hjá Mývatnsstofu í síma 464-4390.