Ólafur Jóhann með þrennu í stórsigri Völsungs

Ólafur Jóhann Steingrímsson átti góðan leik með Völsungi í gær þegar hann skoraði þrennu gegn Fjarðarbyggð í Lengjubikarnum.

Ólafur Jóhann með þrennu í stórsigri Völsungs
Íþróttir - - Lestrar 503

Ólafur Jóhann setti þrennu. Mynd úr safni.
Ólafur Jóhann setti þrennu. Mynd úr safni.

Ólafur Jóhann Steingrímsson átti góðan leik með Völsungi í gær þegar hann skoraði þrennu gegn Fjarðarbyggð í Lengjubikarnum.

Leikið var á gervigrasvellinum á Húsavík og kom Ólafur Jóhann Völsungum á bragðið með marki eftir tæplega hálftíma leik.

Rafnar Máni Gunnarsson tvöfaldaði svo forystu heimamanna í lok fyrri hálfleiks.

Þegar rúmar 20 mínútur lifðu til leiksloka skoraði Ólafur Jóhann sitt annað mark og Bjarki Baldvinsson fyrirliði Völsungs bætti því fjórða við í lok venjulegs leiktíma.

Það var svo í uppbótartíma sem Ólafur Jóhann fullkomnaði þrennuna, þá fyrstu sem hann skorar með meistaraflokki í mótsleik.

Leikskýrslu má skoða hér

Völsungur er með fullt hús stiga á toppi 4. riðils B-deildar Lengjubikarsins eftir tvær umferðir en stöðuna má skoða hér

Ólafur Jóhann Bergmann Steingrímsson

Ólafur Jóhann Bergmann Steingrímsson.

Rafnar Máni Gunnarsson

Rafnar Máni Gunnarsson.

Bjarki Baldvinsson

Bjarki Baldvinsson.

Með því að smella á myndirnar má skoða þær í hærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744