Ólafur Jóhann með þrennu í stórsigri VölsungsÍþróttir - - Lestrar 503
Ólafur Jóhann Steingrímsson átti góðan leik með Völsungi í gær þegar hann skoraði þrennu gegn Fjarðarbyggð í Lengjubikarnum.
Leikið var á gervigrasvellinum á Húsavík og kom Ólafur Jóhann Völsungum á bragðið með marki eftir tæplega hálftíma leik.
Rafnar Máni Gunnarsson tvöfaldaði svo forystu heimamanna í lok fyrri hálfleiks.
Þegar rúmar 20 mínútur lifðu til leiksloka skoraði Ólafur Jóhann sitt annað mark og Bjarki Baldvinsson fyrirliði Völsungs bætti því fjórða við í lok venjulegs leiktíma.
Það var svo í uppbótartíma sem Ólafur Jóhann fullkomnaði þrennuna, þá fyrstu sem hann skorar með meistaraflokki í mótsleik.
Leikskýrslu má skoða hér
Völsungur er með fullt hús stiga á toppi 4. riðils B-deildar Lengjubikarsins eftir tvær umferðir en stöðuna má skoða hér
Ólafur Jóhann Bergmann Steingrímsson.
Rafnar Máni Gunnarsson.
Bjarki Baldvinsson.
Með því að smella á myndirnar má skoða þær í hærri upplausn.