Markalaust jafntefli hjá stelpunumÍþróttir - - Lestrar 553
Mærudagsboltinn byrjaði í gærkveldi þegar Völsungur tók á móti sameiginlegu liði Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis F. í 2. deild kvenna.
Það var mikið undir í leiknu því bæði lið freistuðu þess að blanda sér í toppbaráttuna og það var því hart barist.
Völsungsstelpur léku ágætlega í leiknum en það vantaði herslumuninn á síðasta þriðjungnum til að klára leikinn. Niðurstaðan markalaust jafmntefli.
Staðan í deildinni er hér en Völsungur er í 3. sæti með 16 stig eftir 10 leiki.
Marta Sóley Sigmarsdóttir var valin maður leiksins og hún hlaut peysu frá Icewear að launum sem John Andrews þjálfari Völsungs afhenti henni. Ljósmynd Græni herinn.
Arnhildur Ingvarsdóttir sækir fram.
Elfa Mjöll Jónsdóttir geysist upp kantinn.
Harpa fyrirliði Ásgeirsdóttir sækir að marki.
Dagbjört Ingvarsdóttir til varnar.
Jóney Ósk Sigurbjörnsdóttir lætur vaða að marki.
Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í stærri upplausn.