Maríuerla er Fugl ársins 2022

Maríuerla er Fugl ársins 2022 en alls kepptu sjö fuglategundir um titilinn Fugl ársins í keppni sem Fuglavernd stóđ nú fyrir annađ áriđ í röđ.

Maríuerla er Fugl ársins 2022
Almennt - - Lestrar 81

Maríuerla. Ljósmynd: Ingi Steinar Gunnlaugsson.
Maríuerla. Ljósmynd: Ingi Steinar Gunnlaugsson.
Maríuerla er Fugl ársins 2022 en alls kepptu sjö fugla-tegundir um titilinn Fugl ársins í keppni sem Fuglavernd stóđ nú fyrir annađ áriđ í röđ.

Fimm fuglanna höfđu kosningastjóra sem unnu ötult og óeigin-gjarnt kynningarstarf fyrir sína smávini. 

Maríuerlan kynnti sig ţó sjálf međ hlýlegri nćrveru sinni um allt land og ţurfti ekki talsmann til ađ sigra keppnina međ yfirburđum og 21% atkvćđa.

Í öđru og ţriđja sćti lentu hinir ólíku en glćsilegu fuglar, himbrimi og auđnutittlingur, međ 14% atkvćđa hvor um sig. Alls kusu 2100 mannns um fugl ársins 2022. 
 
Um maríuerluna
 
Maríuerla dvelur í Afríku á veturna en algengt er ađ finna hana hér á landi í kring um mannabústađi, frá vori og fram á haust. Hún er nokkuđ gćf og virđist trygg sínum heimahögum. Hún lifir á smádýrum sem hún veiđir á flugi eđa á hlaupum, er iđin, sítifandi og
flögrandi í leit sinni ađ ćti.
 
Maríuerlan hefur sigrađ hjörtu íslendinga fyrir löngu ef marka má ljóđabrot Guđfinnu Jónsdóttur frá Hömrum (1899-1946).
 
Máríuerla 
Sendir drottins móđir, Maríá, 
mildar gjafir himni sínum frá. 
Flaug úr hennar hendi vorsins perla, 
heilög dúfa, lítil maríuerla. 
 
Létt á flugi, kvik og fjađurfín 
flýgur hún um auđan geim til ţín. 
Í veggnum ţínum vill hún hreiđur búa, 
varnarlaus á ţína miskunn trúa. 
 
Dável svarta húfan henni fer, 
hneigir kolli ákaft fyrir ţér. 
Strá úr veđurbörđu, bleiku sefi 
ber hún eins og friđargrein í nefi. 
 
Sérhvert vor um varpa og bćjarhól 
vappar söngvin erla á gráum kjól, 
flögrar eins og bćn um geiminn bláa, 
bćn fyrir hinum varnarlausa smáa.
 
Um keppnina Fugl ársins
 
Markmiđiđ međ keppninni er ađ draga fram og kynna nokkrar fuglategundir sem finnast hér á landi, fjalla um stofnstćrđir, búsvćđi, fćđuval og verndarstöđu. Međ ţessu vill Fuglavernd leggja sitt af mörkum til ađ efla frćđslu, samtal og umfjöllun um stöđu fuglastofna og um mikilvćgi fugla í lífríkinu.
 
Í hópi ţeirra 20 tegunda sem tóku ţátt ţetta áriđ og lesa má um á www.fuglarsins.is eru eftirfarandi tegundir sérstakar deilitegundir, sem ţýđir ađ ţćr eru einskonar stađbundin fjölskylda sem verpur ađ stćrstu eđa öllu leiti hér á landi og hefur ţróađ međ sér útlit frábrugđiđ öđrum stofnum, en ţeir eru: auđnutittlingur, hrossagaukur, jađrakan, lóurćll, músarrindill, rjúpa og skógarţröstur. 
 
Ţá eru ţó nokkrar tegundir af ţessum tuttugu á válista hér á landi samkvćmt Náttúrufrćđistofnun Íslands: Lundi er í bráđri hćttu, kjóinn er í hćttu, himbrimi, hrafn, kría, súla og toppskarfur í nokkurri hćttu og ađ lokum eru rjúpa og silfurmáfur í yfirvofandi hćttu. 
 
Fuglavernd óskar Íslendingum til hamingju međ Maríuerluna, Fugl ársins 2022!

  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744