Lsir sig reiubna til a auka hlutf sitt ValaheiargngumAsent efni - - Lestrar 442
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar lýsir sig reiðubúna til að auka hlutafé sitt í félaginu Vaðlaheiðargöngum ehf. til að tryggja að hafist verði handa við gerð Vaðlaheiðarganga sem allra fyrst.
Þetta kemur fram í ályktun sem sveitarstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær.
Þar segir einnig: "Það liggur fyrir að þetta samvinnuverkefni sveitarfélaga á svæðinu, íbúa þess, fyrirtækja og ríkisins er afar mikilvægt út frá félags-, byggða- og efnahagslegum sjónarmiðum auk þess að tryggja betri samgöngur og meira umferðaröryggi.
Fyrir liggur að vegafé hefur verið skorið verulega niður í kjölfar efnahagshrunsins á Íslandi. Forsenda fyrir gerð Vaðlaheiðarganga er því að verkefnið geti staðið undir sér og trufli þannig ekki eða seinki öðrum vegaframkvæmdum á vegum ríkisins. Því lýsir sveitarstjórn Þingeyjarsveitar sig tilbúna til að auka hlutfé sitt og tryggja þannig enn betur að komi til óvæntra skakkafalla raski það ekki þeim forsendum sem út frá er gengið. Jafnframt skorar sveitarstjórn Þingeyjarsveitar á stjórnvöld að láta ekki sitt eftir liggja til að tryggja framgang verkefnisins til hagsbóta fyrir íbúa svæðisins og alla þjóðina."