Löng Verslunarmannahelgi hjá Hálfvitum

Ljótu hálfvitarnir hafa ađ sjálfsögđu ekki vit á ađ taka ţađ rólega um Verslunarmannahelgina. Fimm tónleikar eru á dagskrá hljómsveitarinnar og reikna má

Löng Verslunarmannahelgi hjá Hálfvitum
Ađsent efni - - Lestrar 450

Ljótu hálfvitarnir í Ýdölum í sumarbyrjun.
Ljótu hálfvitarnir í Ýdölum í sumarbyrjun.

Ljótu hálfvitarnir hafa að sjálfsögðu ekki vit á að taka það rólega um Verslunarmannahelgina. Fimm tónleikar eru á dagskrá hljómsveitarinnar og reikna má með örþreyttum og úttauguðum Hálfvitum í vinnu á þriðjudagsmorgun eftir törnina. Óvíst samt að þeir skeri sig afgerandi úr.

 

Hálfvitarnir byrja helgina eins snemma og kostur er. Sigla með Herjólfi frá Bakkafjöru á miðvikudaginn og spila í Höllinni í Vestmannaeyjum með Hvanndalsbræðrum þá um kvöldið fyrir alla þá sem ekki geta beðið eftir Húkkaraballi og hefðbundnum Herjófsdalsherlegheitum. Þetta verður fyrsta heimsókn Hálfvitanna til Eyja og mikil tilhlökkun í þeirra röðum. Enginn þeirra hefur heldur komið í Landeyjar.

Á fimmtudags- og föstudagskvöldi verður hljómsveitin á kunnuglegum slóðum, á Café Rosenberg í Reykjavík. Hvergi kunna hálfvitar betur við sig en þar og lofa hefðbundinni Rósenstemmingu í þessum Verslunarmannahelgarupptakti.

Síðan halda Hálfvitar á Flúðir og spila í félagsheimilinu laugardags- og sunnudagskvöld. Hljómsveitin tók líka tvö kvöld þar í fyrra og lukkaðist þetta líka vel.

Ljótu hálfvitarnir gerðu sína þriðju plötu í vor og nýtt lag af henni - Minni fiska - er komið í spilun. Partílagið Gott kvöld hefur glumið í útvarpinu undanfarið. Þar segir frá partíi sem sleppur úr böndunum – nokkuð sem aldrei gerist á Hálfvitatónleikum. Þannig að ef fólk vill heilnæma og hættulausa skemmtun þá eru Vestmannaeyjarhöllin, Rósenberg og Félagsheimilið á Flúðum málið.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744