Hvað er líknandi með ferð og lífsskrá ?Aðsent efni - - Lestrar 737
Jón Eyjólfur Jónsson sérfræðingur í öldrunarlækningum og Hróðný Lund hjúkrunarfræðingur halda fyrirlestur um líknandi meðferð og lífsskrá í sal Miðhvamms mánudaginn 29. október klukkan 19:30 – 21:30
Fyrirlesturinn er öllum opinn.
Í fyrirlestrinum verður Líknandi meðferð kynnt, farið verður í gegnum þrjú stig líknarmeðferðar og gert grein fyrir muninum á líknandi- og lífslokameðferð. Einnig verður Lífsskrá kynnt en það er skjal sem greinir frá óskum fólks um meðferð við lífslok. Lífsskrá er gerð þegar fólk er til þess hæft og getur metið kosti sem til greina koma.
Tilgangur fyrirlestursins er að efla þekkingu þína á hver réttur þinn er og varpa ljósi á mikilvægi skráningar á meðferðarvali einstaklinga til að virða ákvörðunar töku þeirra.
Vonumst til að sjá sem flesta !
Jón Eyjólfur Jónsson
Hróðný Lund