Kiwanismenn afhentu 7 ára börnum reiðhjólahjálmaAlmennt - - Lestrar 134
Félagar í Kiwanisklúbbnum Skjálfanda afhentu í gær öllum 7 ára börnum á Húsavík reiðhjóla-hjálma að gjöf.
Áður höfðu þeir afhent hjálma til barna í Lundi (Kópaskeri), Raufar-höfn og Þórshöfn.
Kiwanismenn hafa afhent sjör ára börnum hjálma allt frá árinu 1996 og var þetta því í 28 skipti sem Skjálfandafélagar afhenda hjálma.
Fimm árum áður byrjuðu Kaldbaks félagar á Akureyri að afhenda hjálma en það var svo árið 2004 sem þáverandi umdæmisstjóri Kiwanis, Sigurgeir Aðalgeirsson félagi í Skjálfanda gerði Hjálmaverkefnið að landsverkefni.
Hann kom á samningi við Eimskip um að vera styrktar aðili verkefnisins og er fyrirtækið það enn 20 árum síðar.
Á þessum 20 árum sem Hjálmaverkefnið hefur verið samstarfsverkefni Kiwanis og Eimskip þá hafa verið afhentir um 100 þúsund hjálmar til 7 ára barna á öllu landinu.
Verkefni þetta hefur vakið heimsathygli innan Kiwanis hreyfingarinnar og undrast félagar okkar út í hinum stóra Kiwanis heimi að við hér á litla Íslandi hefðum náð samningum við einn styrktaraðila um þetta merkilega verkefni.
Það var sannkölluð vorblíða í gær þegar afhendingin fór fram við Kiwanishúsið, Bjsv. Garðar mætti með sín tæki og þá kom tónlistar hópur úr Tónasmiðjunni sem spiluðu og sungu nokkur lög.
Að venju mætti lögreglan á svæðið og leiðbeindi börnunum um meðferð og notagildi hjálmana, skoðuðu svo hjól barnanna og límdu á þau skoðunatmiða.
Að lokum var boðið upp á grillaðar pylsur og tilheyrandi.
Björn Viðar afhendir hér ungum manni hjálm að gjöf.
Að sjálfsögðu var stillt upp til hópmyndatöku.