Jafntefli í grannaslagnumÍþróttir - - Lestrar 796
Völsungur sótti nágranna sína í Magna heim á Grenivíkurvöll í kvöld.
Magni var á toppi 2. deildar karla fyrir leikinn en það voru gestirnir sem komust yfir þegar Bjarki Baldvinsson skoraði á 13. mínútu leiksins.
Magni jafnaði um miðjan fyrri hálfleik með marki Péturs Heiðars Kristjánssonar og þannig var staðan þegar gengið var til leikhlés.
Heimamenn komust yfir á 39. mínútu þegar Kristinn Þór Rósbergsson skoraði en Sigvaldi Þór Einarsson jafnaði með glæsilegu marki þegar stundarfjórðungur var til leiksloka.
Þar við sat og jafntefli í grannaslagnum niðurstaðan.
Hér má skoða stöðuna í 2. deild karla en Magni er með þriggja stiga forskot á Njarðvík sem á leik inni. Völsungur situr í 6. sæti með 17 stig.