Jafntefli hjá stelpunum en tap hjá strákunumÍţróttir - - Lestrar 598
Völsungur tók á móti Fjölni úr Grafarvogi á Húsavíkurvelli í gćr en liđin eiga í baráttu um ađ komast upp úr 2. deild kvenna.
Fjölniskonur skoruđu eftir 11 mínútna leik og ţar var ađ verki Rósa Pálsdóttir.
Ţćr bćttu viđ öđru marki í upphafi síđari hálfleiks en ţar var ađ verki Harpa Lind Guđnadóttir.
Fjölnir virtist vera sigla öruggum sigri í höfn en tíu mínútum fyrir leikslok minnkađi Elfa Mjöll Jónsdóttir muninn fyrir heimakonur en hún var nýkominn inná sem varamađur.
Og á lokamínútum leiksins jafnađi Hulda Ösp Ágústsdóttir fyrir Völsung og ţar viđ sat. Bćđi mörk Völsungs komu eftir fyrirgjafir Áslaugar Mundu af vinstri kantinum.
Völsungur komst upp í 2. sćtiđ í 2. deild og á leik inni en stöđuna má sjá hér
Karlaliđ Völsungs lék gegn Víđi í Garđi á laugardag og höfđu heimamenn sigur 2-1. Arnţór Hermannsson skorađi mark Völsungs eftir sendingu frá Bjarka Baldvinssyni.
Hér ađ neđan má sjá nokkrar myndir úr leik Völsungs og Fjölnis og međ ţví ađ smella á ţćr er hćgt ađ fletta ţeim og skođa í stćrri upplausn.
Rósa Pálsdóttir sćkir hér ađ marki Völsungs en hún skorađi fyrra mark Fjölnis. Arna Benný Harđardóttir til varnar.
Harpa Lind Guđnadóttir skorar hér síđara mark Fjölnis.
Kristný Ósk Geirsdóttir nćr hér boltanum áđur en Rósa Pálsdóttir kemst í hann.
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir sćkir ađ marki Fjölnis.
Elfa Mjöll skorar hér fyrra mark Völsungs en hún er ađeins 15 ára og var nýkominn inn á sem varamađur.
Hulda Ösp horfir hér á eftir boltanum í gegnum her varnarmanna Fjölnis og í markiđ.
Dagbjört Ingvarsdóttir var valin mađur leiksins hjá Völsungi.