Íbúum fækkar.

Það er gömul saga og ný að íbúum hér á svæðinu fækkar flest ár. Á starfssvæði Þekkingarseturs Þingeyinga hefur íbúum fækkað um tæp tíu prósent á árunum

Íbúum fækkar.
Aðsent efni - - Lestrar 483

Það er gömul saga og ný að íbúum hér á svæðinu fækkar flest ár. Á starfssvæði Þekkingarseturs Þingeyinga hefur íbúum fækkað um tæp tíu prósent á árunum 2002 til 2010. Ef við skoðum sveitarfélagið okkar, Norðurþing, þá hefur fækkað á sama tímabili um rúm tíu prósent. Heldur meira en á starfssvæðinu öllu.

 

Þann 1. janúar síðastliðinn bjuggu 2926 íbúar í Norðurþingi. Ef við gefum okkur að á næstu átta árum muni hlutfallslega fækka jafn mikið í sveitarfélaginu og á átta árunum á undan munu verða 2631 íbúi í Norðurþingi þann 1. janúar 2018. Ef við skoðum eitt átta ára tímabil í viðbót með samskonar hlutfallslegri fækkun munu 2366 íbúar verða í Norðurþingi þann 1. janúar 2026. Til samanburðar má nefna að þann 1. janúar 2004 bjuggu 2368 íbúar á Húsavík einni og hafði þó fækkað nokkuð frá því þegar mest var.

 

Sem betur fer er ekki víst að þróunin verði svona slæm og vonandi verður það nú ekki. Horfur eru hinsvegar slæmar þar sem fólksfækkun hefur verið viðvarandi hér á svæðinu um nokkuð langt skeið. Hvarvetna má sjá dapurleg merki þess. Til dæmis auð íbúðarhús sem gegna nú hlutverki sumarhúsa en hýstu áður fjölskyldur sem bjuggu og störfuðu hér á svæðinu.

Það er öllum ljóst að þetta er slæm þróun. Í það minnsta öllum sem búa hér. Verkefni okkar er að koma okkur saman um hvaða leið sé best til þess fallinn að snúa þróuninni við.

 

 

Aðalsteinn J.Halldórsson

Skipar 16 sæti á B-lisa Framsókanrflokks í Norðurþingi

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744